Smiðjuhelgi Grunnskólans í Borgarnesi

október 9, 2018
Featured image for “Smiðjuhelgi Grunnskólans í Borgarnesi”

Smiðjuhelgi Grunnskólans í Borgarnesi fór fram dagana 5. og 6. nóvember s.l.  Þetta er í fyrsta sinn sem skólinn er með smiðjuhelgi en til stendur að hafa aðra eins eftir áramót.  Tilgangur smiðjanna er að mæta vali fyrir unglingana með öðrum hætti en almennt tíðkast og gefa þeim kost á að hafa meira um val sitt að segja. Nú í vetur eru nemendur einum tíma skemur á viku í skólanum en viðmið gera ráð fyrir, en í staðinn vinna þeir með þessum hætti eina helgi á önn.

Þær smiðjur sem boðið var uppá voru amerískur fótbolti, forritunarsmiðja, fatahönnun, skólahreystismiðja og förðun og umhirða húðar.  Smiðjurnar voru hver annarri skemmtilegri og unnu nemendur í sínum smiðjum af miklum áhuga og ekki er hægt að segja annað en að vel hafi tekist til.


Share: