Slökkviliðið í heimsókn á leikskólanum Uglukletti í Borgarnesi

nóvember 4, 2008
Fimmtudaginn 30. október 2008 kom Haukur Valsson frá slökkviliði Borgarbyggðar í heimsókn í leikskólann Ugluklett, til að ræða við elstu börnin um eldvarnir og öryggismál. Hann fór yfir mikilvæg öryggisatriði sem gott er að hafa í huga bæði í leikskólanum og á heimilunum. Haukur sýndi börnunum mynd með Ripp, Rapp og Rupp þar sem þeir gera rýmingaráætlun og hvatti hann börnin til þess að huga að þessum þáttum á sínu heimili og fara yfir þá með foreldrum sínum. Börnin skemmtu sér vel á meðan á heimsókninni stóð og ekki skemmdi fyrir að fá að skoða og fara uppí slökkvibílinn.
 

Share: