Eins og fram kemur í nýjasta Fréttabréfi Borgarbyggðar geta eldri borgarar og öryrkjar í Borgarbyggð fengið garða sína slegna allt að þrisvar sinnum í sumar. Tekið er við beiðnum um júníslátt 15. júní og slætti verður lokið eigi síðar en 25. júní. Fyrir júlíslátt er tekið við beiðnum til 6. júlí (slætti lýkur 16. júlí) og vegna ágústsláttar er tekið við pöntunum til 3. ágúst (slætti lokið 10. ágúst). Hámarkstærð garða er 700m2.
Eldri borgarar og öryrkjar sem búa í tvíbýlishúsum geta fengið slegið í tvö skipti og þeir sem búa í fjölbýli með þremur eða fleiri íbúðum geta fengið garðslátt í eitt skipti. Panta þarf slátt í Ráðhúsinu í síma 433-7100.