Kolfinna Jóhannesdóttir flutti skýrslu sveitarstjóra á 126. fundi sveitarstjórnar síðastliðinn þriðjudag.
Í máli sínu fór hún yfir nokkur þau verkefni sem unnið hefur verið að að undanförnu. Meðal þess sem fram kom í máli sveitarstjóra og samþykkt var síðar á fundinum er að sveitarfélagið mun fá til liðs við sig ráðgjafa á sviði fjármála og fræðslumála í þeirri hagræðingarvinnu sem stendur nú yfir. Eftirfarandi tillaga þar að lútandi ásamt greinargerð var samþykkt á fundinum:
Tillaga:
„Í samræmi við tillögur Eftirlitsnefndar um fjármál sveitarfélaga samþykkir sveitarstjórn Borgarbyggðar að fela sveitarstjóra að ganga til samninga við ráðgjafasvið KPMG um ráðgjöf með það að markmiði að skapa stefnu í fjármálum sveitarfélagsins til framtíðar. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að fela sveitarstjóra að ganga til samninga við ráðgjafafyrirtækið StarfsGæði vegna ráðgjafar á sviði fræðslumála.“
„Í samræmi við tillögur Eftirlitsnefndar um fjármál sveitarfélaga samþykkir sveitarstjórn Borgarbyggðar að fela sveitarstjóra að ganga til samninga við ráðgjafasvið KPMG um ráðgjöf með það að markmiði að skapa stefnu í fjármálum sveitarfélagsins til framtíðar. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að fela sveitarstjóra að ganga til samninga við ráðgjafafyrirtækið StarfsGæði vegna ráðgjafar á sviði fræðslumála.“
Greinargerð með tillögu:
„Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hefur lagt áherslu á það að sveitarfélagið fengi utanaðkomandi ráðgjafa til samstarfs.
Ákveðið hefur verið að fara að þeim tilmælum og leita til ráðgjafa um aðstoð með það að markmiði að finna leiðir til að bæta afkomu sveitarfélagsins þannig að framlegð geti staðið undir skuldsetningu og framtíðar fjárfestingum hjá sveitarfélaginu.
Fræðslumál eru langstærsti málaflokkur sveitarfélagsins og hafa komið fram ábendingar um að gefin verði meiri tími í skoðun á þeim málaflokki og leitað til ráðgjafa með fagþekkingu á sviði skólamála. Það er því jafnframt lagt til að leitað verði til ráðgjafa á sviði skólamála til að leggja mat á fyrirliggjandi tillögur um rekstur og skipulag fræðslumála sem komið hafa frá íbúum og safna fleiri hugmyndum. Mikilvægt er að tryggja fagleg gæði í skólastarfi samhliða hagræðingarvinnu. Gert er ráð fyrir að vinna við ráðgjöf á sviði fræðslumála byggi á fyrirliggjandi gögnum vinnuhópa um rekstur og skipulag fræðslumála og eignir sveitarfélagsins, sem og samantektum frá fundum með stjórnendum og íbúum sveitarfélagsins. Þeirri vinnu verði lokið um miðjan maí.“
„Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hefur lagt áherslu á það að sveitarfélagið fengi utanaðkomandi ráðgjafa til samstarfs.
Ákveðið hefur verið að fara að þeim tilmælum og leita til ráðgjafa um aðstoð með það að markmiði að finna leiðir til að bæta afkomu sveitarfélagsins þannig að framlegð geti staðið undir skuldsetningu og framtíðar fjárfestingum hjá sveitarfélaginu.
Fræðslumál eru langstærsti málaflokkur sveitarfélagsins og hafa komið fram ábendingar um að gefin verði meiri tími í skoðun á þeim málaflokki og leitað til ráðgjafa með fagþekkingu á sviði skólamála. Það er því jafnframt lagt til að leitað verði til ráðgjafa á sviði skólamála til að leggja mat á fyrirliggjandi tillögur um rekstur og skipulag fræðslumála sem komið hafa frá íbúum og safna fleiri hugmyndum. Mikilvægt er að tryggja fagleg gæði í skólastarfi samhliða hagræðingarvinnu. Gert er ráð fyrir að vinna við ráðgjöf á sviði fræðslumála byggi á fyrirliggjandi gögnum vinnuhópa um rekstur og skipulag fræðslumála og eignir sveitarfélagsins, sem og samantektum frá fundum með stjórnendum og íbúum sveitarfélagsins. Þeirri vinnu verði lokið um miðjan maí.“
Hægt er að hlusta á fund sveitarstjórnar í heild sinni á vef Borgarbyggðar á slóðinni: https://borgarbyggd.is/stjornsysla/nr/18485/.
Skýrslu sveitarstjóra má nálgast hér.