Skýrsla frá tékknesku gestunum

október 25, 2010
Síðastliðið sumar kom hópur sveitarstjórnarmanna frá Tékklandi í heimsókn til Íslands og ferðaðist um Vesturland. Tilgangur ferðarinnar var að kynna sér vinnu sveitarfélaganna í umhverfismálum. Hópurinn fór m.a. í heimsókn í Landbúnaðarháskólann og Landbúnaðarsafnið á Hvanneyri, skoðaði útivistarsvæðið í Einkunnum, Deildartunguhver og Hraunfossa. Einnig var farið í heimsókn í Reykholt. Þau hafa nú tekið saman og sent frá sér skýrslu um ferðina. Hana má lesa hér.
 

Share: