Kvennafrídagurinn er í dag

október 25, 2010
Kvennafrídagurinn er í dag, 25. október. Viðamikil dagskrá verður víða um land í tilefni dagsins. Í Borgarnesi eru konur hvattar til að hittast í Brúðuheimum kl. 14.30 og spjalla saman yfir kaffibolla. Í Reykjavík verður safnast saman á Hallgrímskirkjutorgi kl. 15.00 og gengið niður Skólavörðustíginn að Arnarhóli þar sem formleg dagskrá fer fram.
 

Share: