Skýrsla Forvarnardagsins komin út

mars 11, 2009
Forvarnardagurinn, sem haldinn er að frumkvæði forseta Íslands í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga, Ungmennafélags Íslands, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Bandalag skáta, Reykjavíkurborgar o.fl., var haldinn í þriðja sinn 6. nóvember 2008. Að venju fólst dagskráin í verkefnavinnu í öllum 9. bekkjum landsins með það að markmiði að fá skoðanir unglinganna sjálfra á því hvað hvetur þá til heilsusamlegs lífernis, uppbyggilegra tómstunda og er líklegt til þess að forða þeim frá vímuefnaneyslu. Skýrsla með helstu niðurstöðum er nú komin út og hefur verið send til allra sveitarfélaga.

Share: