Skrifað undir samstarfssamning við Hvanneyrarhátíðina

júní 29, 2022
Featured image for “Skrifað undir samstarfssamning við Hvanneyrarhátíðina”

Þann 28. júní sl. undirrituðu Flosi Hrafn Sigurðsson staðgengill sveitarstjóra, Sigurður Guðmundsson, Rósa Björk Jónsdóttir og Ragnhildur Helgadóttir f.h. Hvanneyrarhátíðarinnar samstarfssamning vegna hátíða.

Tilgangurinn með samningnum er að tryggja rekstur hátíðarinnar í Borgarbyggð árið 2022 og þar með að tryggja menningararfleifð viðburðarins í sveitarfélaginu. Hvanneyrarhátíðin er viðburður sem hefur fest sig í sessi undanfarin ár og er með elstu hátíðum í Borgarbyggð.

Hvanneyrarhátíðin verður að þessu sinni haldin í ágúst í stað júlí eins og hefur verið, nánari tiltekið 6. ágúst nk. Forsvarsmenn hátíðarinnar lofa fjölbreyttri dagskrá eins og venja er.

Nánari upplýsingar um dagskrá birtast þegar nær dregur en hægt er að fylgjast með fréttum á Facebook-síðu hátíðarinnar hér.


Share: