Lýsingar vegna skipulagstillagna fyrir skotæfingasvæðið í landi Hamars og Húsafell – steinharpan.
Skotæfingasvæði í landi Hamars
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti á fundi sínum þann 14. ágúst 2014 að auglýsa lýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 fyrir Skotæfingasvæði í landi Hamars.
Fyrirhugað er að breyta landnotkun svæðis úr landbúnaði í íþróttasvæði. Reið- og gönguleið sem liggur að svæðinu verður skilgreind sem vegur og ný veglína reið- og gönguleiðar verður fundin fjær skotæfingasvæðinu. Lýsinguna í heild er hægt að sjá með því að smella hér.
Húsafell
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti á fundi sínum 8. október 2014 að auglýsa lýsingu vegna deiliskipulags lóðar í landi Húsafells 1.
Markmið deiliskipulagsins er að byggja upp sýningarskála, menningarhús og þjónustuhús vegna menningartegndrar starfsemi í Húsafelli. Lýsinguna í heild er hægt að sjá með því að smella hér.
Lýsingarnar liggja frammi í Ráðhúsi Borgarbyggðar frá 21. nóvember til 1. desember 2014 og á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is.
Athugasemdir eða ábendingar skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 1. desember 2014 annað hvort í Ráðhús Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnes eða á netfangið lulu@borgarbyggd.is
Borgarnesi 18. nóvember 2014
Lulu Munk Andersen
skipulags- og byggingarfulltrúi