Byggðaráð Borgarbyggðar auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi Stóra-Kroppsflugvallar, skv. 25. gr. laga nr. 73/1997 m.s.br. Skipulagssvæðið er norðan vegar nr. 516. Deiliskipulagstillagan felur í sér byggingarreit fyrir allt að fjórum flugskýlum og akbrautum flugvéla að flugbraut og byggingarreit fyrir þjónustuhús/flugturn.
Tillagan verður til sýnis í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14 Borgarnesi frá 11. júlí til 8. ágúst 2007. Tillöguna má einnig nálgast hér. Þeim sem eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna til og með miðvikudeginum 22. ágúst 2007. Skila skal skriflegum athugasemdum til skipulags- og bygginganefndar í Ráðhúsi Borgarbyggðar. Þeir sem ekki gera athugasemd við tillöguna teljast henni samþykkir.