Húsnæðismál Varmalandsskóla

júlí 11, 2007
Boðað er til kynningarfundar um húsnæðis­mál Varmalandsskóla fimmtudaginn 12. júlí. Fundurinn verður í Þinghamri og hefst kl. 20.30. Þar munu Einar Ingimundarson, arkitekt og Finnbogi Rögnvaldsson, formaður fræðslunefndar Borgarbyggðar fara yfir stöðu mála. Starfsfólk skólans og foreldrar grunnskóla­barna eru hvattir til að mæta.

Share: