Skipulagsauglýsing – deiliskipulagsbreytingar

maí 21, 2007
Framkvæmdasvið Borgarbyggðar auglýsir deiliskipulagsbreytingar við Kiðárbotnar nr. 3 og 7 og Húsafelli 3. Í samræmi við 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. er hér með lýst eftir athugasemdum við breytingu á framangreindu skipulagi.
Breytingar felast í því að byggingarreitir á lóðum nr. 3 og nr. 7 eru færðir til og stækkaðir, hámarksstærðir húsa eru færðar í 125m2 og heimilað að hús verði byggð úr steinsteypu,en þó þannig að a.m.k útveggir sem snúa að götu verða klæddir með náttúrlegum efnum t.d timbri og í jarðlitum.
 
Deiliskipulag verður til sýnis í ráðhúsi Borgarbyggðar frá 26.05.2007 til 23.06.2007 frestur til athugasemda vegna deiliskipulagsbreytingar rennur út 9.07.2007
Athugasemdir við breytingar á skipulaginu skulu vera skriflegar og berast í Ráðhúss Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi.
Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna fyrir tiltekin frest til athugasemda, telst samþykkur tillögunni.
 

Share: