Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur samþykkt að auglýsa eftirfarandi skipulög:
Gamli miðbærinn í Borgarnesi – breytt deiliskipulag
Sveitarstjórn samþykkti 18. júni 2014 tillögu að deiliskipulagi fyrir gamla miðbæinn í Borgarnesi til auglýsingar. Tillagan er sett fram á uppdrætti og í greinargerð dags. 16. júní 2014 og felur meðal annars í sér breytingu á byggingarmagni og gerð nýs samkomutorgs. Tillagan verður auglýst í samræmi við 43. gr. skipulagslaga.
Runkás á Mýrum – nýtt deiliskipulag
Sveitarstjórn samþykkti 20. nóvember 2014 tillögu að breytingu á deiliskipulagi Runkáss á Mýrum. Tillagan er sett fram á uppdrætti og með greinargerð dags. 3. nóvember 2014 og felur meðal annars í sér breytta landnotkun og eru helstu breytingar þær að búnar verða til 6 lóðir, þar af tvær með byggingarreiti fyrir frístundahús.
Málsmeðferð samkvæmt 1. mg. 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
Málsmeðferð samkvæmt 1. mg. 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
Heimatún í Húsafell – nýtt deiliskipulag
Sveitarstjórn samykkti 13. febrúar 2014 tillögu að deiliskipulagi fyrir íbúaðarhús, Húsafell 6 og 7 til auglýsingar. Tillagan er sett fram á uppdrætti og í greinargerð dags. í október 2012 og felur m.a. í sér að afmarka 3,39 ha lóð og afmarka byggingarreiti fyrir tvö einnar hæðar íbúðarhús.
Tillagan verður auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
Tillagan verður auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
Nálgast má gögnin á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is og í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, Borgarnesi frá 9. febrúar 2015 til og með 23. mars 2015.
Athugasemdum eða ábendingum skal skila fyrir 23. mars 2015, annað hvort í Ráðhús Borgarbyggðar eða á netfangið: lulu@borgarbyggd.is og skulu þær vera skriflegar.
Lulu Munk Andersen
skipulags- og byggingarfulltrúi