Skipulagsauglýsingar 2007-05-07

maí 7, 2007
Fyrir liggja tillögur að deiliskipulagsbreytingum við Vallarás í Borgarnesi og svæði D á Hvanneyri, sem og tillaga að deiliskipulagi við Vindás/Selás í Hamarslandi. Hver sá sem hefur athugasemdir við tillögurnar skal gera það skriflegar og senda þær á framkvæmdasvið Borgarbyggðar, Ráðhúsinu Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi.

Tillaga að deiliskipulagsbreytingu við Vallarás

Í samræmi við 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. er hér með lýst eftir athugasemdum við ofangreinda deiliskipulagsbreytingu. Breyting felst í því að bætt er við lóð fyrir eldsneytisafgreiðslustöð. Deiliskipulagsbreytingin verður til sýnis í ráðhúsi Borgarbyggðar frá 7.05.2007 til 4.06.2007. Frestur til athugasemda vegna deiliskipulags rennur út 18.06.2007.

Tillaga að deiliskipulagsbreytingu svæðis D, Hvanneyri

Í samræmi við 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. er hér með lýst eftir athugasemdum við ofangreinda deiliskipulagsbreytingu. Breyting felst í því að gert er ráð fyrir nýjum byggingarreit fyrir gervigrasvöll á suðvesturhluta lóðar Grunnskóla Borgarfjarðar á Hvanneyri. Deiliskipulagsbreytingin verður til sýnis í ráðhúsi Borgarbyggðar frá 9.05.2007 til 6.06.2007. Frestur til athugasemda vegna deiliskipulags rennur út 20.06.2007.

Vindás/Selás deiliskipulag

Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. er hér með lýst eftir athugasemdum við ofangreinda skipulagstillögu. Um er að ræða lóðir undir hesthús við Vindás/Selás í Hamarslandi. Deiliskipulag verður til sýnis í ráðhúsi Borgarbyggðar frá 9.05.2007 til 6.06.2007. Frestur til athugasemda vegna deiliskipulags rennur út 20.06.2007.
 
 

Share: