Skipulagsauglýsing – 2016-11-01

nóvember 1, 2016
Featured image for “Skipulagsauglýsing – 2016-11-01”

Lýsing á tillögu að breytingu aðalskipulags sbr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, á miðsvæði Borgarness.

Sveitarstjórn samþykkti á 146. fundi sínum þann 28.10.2016 að breyta aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 í Borgarnesi fyrir götureit innan miðsvæðis Borgarness M. Innan miðsvæðis verður skilgreindur götureitur þannig að úr verði tveir miðsvæðisreitir M1 og M2. Nýr reitur M2 er 0,7 ha að stærð og nær til lóðanna Borgarbraut 55, 57 og 59. Nýtingarhlutfall fyrir reit M2 verði 0,58-2,09. Stærð miðsvæðis M1 verði eftir breytingu 5,3 ha. Nýtingarhlutfall M1 verði óbreytt.

Lýsing liggur frammi í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14 í Borgarnesi frá 03. nóvember 2016 til 19. nóvember 2016 og verður einnig aðgengileg á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is

Ábendingar skulu vera skriflegar og berast í síðasta lagi 19. nóvember 2016 í Ráðhús Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi eða á netfangið borgarbyggd@borgarbyggd.is

borgarbraut-55-59-lysing


Share: