Skilaboðaskjóðan – söngleikjasýningar 2. og 3. desember 2022

nóvember 25, 2022
Featured image for “Skilaboðaskjóðan – söngleikjasýningar 2. og 3. desember 2022”

Nú í byrjun desember sýnir Söngleikjadeild Tónlistarskóla Borgarfjarðar atriði úr ævintýrasöngleiknum Skilaboðaskjóðunni eftir Þorvald Þorsteinsson. Tónlistin er eftir Jóhann G. Jóhannsson. Í sýningunni koma 23 börn fram, Sigríður Ásta Olgeirsdóttir leikstýrir, Theodóra Þorsteinsdóttir stýrir tónlistinni og Hanna Ágústa Olgeirsdóttir leikur með á píanó.

Það er búið að vera heilmikið fjör í haust, hópurinn samanstendur af 23 börn á aldrinum 7-14 ára og er þetta sérlega líflegur hópur. Sigríður Ásta setti saman handritið með tilliti til hópsins og eru ýmsum persónum bætt inn, t.d. eru tvær mæður, tvíbura, prinsessur, dýr og fjöldann allan af dvergum. Lögin eru nýtt með ýmsum hætti og úr þessu verður stuð og stemning.

Að þessu sinni verða sýningarnar í sal Grunnskólans í Borgarnesi, en ákveðið var að breyta til á 55 ára afmæli skólans og prófa fínu aðstöðuna í grunnskólanum.

Það verða tvær sýningar:

  • frumsýningin verður föstudaginn 2. desember nk kl. 17:00
  • seinni sýningin laugardaginn 3. desember kl. 13:00.

Aðgangseyrir er 1000 kr. fyrir fullorðna og 500 kr. fyrir grunnskólabörn. Ekki er greitt fyrir börn á leikskólaaldri, en best er að panta sæti fyrir þau líka þegar miðar eru pantaðir.

Miðapantanir fara fram með skráningu, sjá hér: MIÐAPANTANIR.

Greitt er við innganginn og er vakin athygli á því að það er ekki posi á staðnum.

Starfsfólk og börn vonast til að sjá sem flesta á þessari fjörugu sýningu.


Share: