Skemmtilegir samspilstónleikar

nóvember 8, 2010
Frá tónleikunum_OHR
Síðastliðinn þriðjudag voru haldnir samspilstónleikar í Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Þar komu fram nemendur skólans ásamt kennurum sem hafa verið að æfa samspil og samsöng nú á haustdögum. Flutt voru mjög fjölbreytt tónlistaratriði, meðal annars kom fram söngtríó, leikið var sexhent á píanó og nokkur bönd sem samanstóðu af blásurum, gítarleikurum og píanóleikurum komu einnig fram. Gestir tóku lagið og boðið var upp á kaffiveitingar.
 
Theodóra Þorsteinsdóttir skólastjóri var mjög ánægð með þennan dag. „Það var fullur salur af fólki og var ljóst að gestir skemmtu sér vel. Standa vonir til að þessi vísir af samspilshópum komi til með að vaxa og dafna í framtíðinni, en við höfum verið að vinna markvisst að því að byggja upp samspilshópa núna í haust. Nemendurnir hafa mjög gaman af þessu og þetta er líka góður skóli fyrir þau“ sagði Theodóra.
 

Share: