Skallagrímur oldboy’s fallnir úr Subwaybikarnum

nóvember 10, 2009
mynd_SL
Á sunnudagskvöld fór fram í Dalhúsum Grafarvogi leikur í 32 liða úrslitum í Subwaybikarnum í körfuknattleik.
Áttust þar við heimamenn í úrvalsdeildarliði Fjölnis og Skallagrímur -b. úr Borgarnesi. Lið Skallagríms- b. samanstóð af ungum og óreyndum leikmönnum annars vegar og reyndum félögum úr oldboy‘s liði Skallagríms hins vegar. Menn mættu ákveðnir í leikinn þrátt fyrir sterka mótherja enda mótherjinn í efstu deild. Það er ekki á hverjum degi sem tækifæri gefst í old boy‘s liði Skallagríms að spila við svo góða mótherja og því engu að tapa en nokkrir leikmenn þorðu þó ekki suður í leikinn og munu þeir sjá eftir því í framtíðinni svo mikið er víst.
 
Leikurinn sjálfur var reyndar nokkuð ójafn á köflum eins og við var að búast þegar svo missterk lið mætast en samt hin besta skemmtun enda mikið um troðslur, þriggjastiga skotsýningu og fjör allt til enda leiks. Þrátt fyrir að vera lengi í gang í fyrsta leikhluta í stigaskorinu þá komust Skallagrímsmenn smá saman inn í leikinn og náðu að skora 57 stig hjá úrvalsdeildarliðinu sem skorðaði á móti 121 stig í leiknum.
Létt var yfir mönnum í báðum liðum og móttökur Fjölnismanna frábærar svo ekki sé meira sagt. Boðið var upp á ljósasjow og kynningu fyrir leik sem líður Þórhalli Teitssyni aldursforseta okkar seint úr minni og kaffi og kökur eftir leik í frábærri félagsaðstöðu félagsins í íþróttamiðstöðinni.
Sem sagt Skallgrímur-b fallin úr bikarkeppni með sæmd eftir ógleymanlega kvöldstund í Dalhúsum og draumur oldboy‘s að dragast á móti Skallagrími -A í næstu umferð að engu orðinn.
ij
 

Share: