Skallagrímsvöllur í sárum

maí 31, 2005
Veturinn hefur leikið grasið á Skallagrímsvelli grátt í orðsins fyllstu merkingu. Ljóst er að stór svæði í vellinum eru stórskemmd eftir frostin í vetur. Sama má segja um nokkur grín á golfvellinum á Hamri. Brugðið var á það ráð að djúpsá með sérstöku tæki í völlinn og golfvöllinn og nú er að vona að þetta lagist með auknu hitastigi en kuldinn í vor hefur einnig haft þau áhrif að gróður nær sér ekki á strik. Leikir Skallagríms eru hafnir og hefur gengið vel það sem af er í þriðju deildinni. Alllir á völlinn !
ij.
 

Share: