Skák og mát í sundlauginni

febrúar 2, 2012
Í síðustu viku, fimmtudaginn 26. janúar var skákdagurinn á Íslandi og teflt var um allt land til heiðurs Friðriki Ólafssyni stórmeistara. Í tilefni dagsins var sundlaugin í Borgarnesi skákvædd þegar Tinna Kristín Finnbogadóttir og Jóhann Óli Eiðsson afhendu Páli Brynjarssyni sveitarstjóra tafl frá Skákakademíunni. Tinna og Jóhann Óli vígðu taflið í heita pottinum að viðstöddum Helga Ólafssyni stórmeistara. Helgi tefldi svo fjöltefli í Hyrnutorgi síðar um daginn. Á myndinni má sjá Pál, Tinnu, Jóhann Óla og Helga í heita pottinum.
 

Share: