Bækur Guðmundar Hjartarsonar

febrúar 2, 2012
Nýverið barst Héraðsbókasafni Borgarfjarðar myndarleg gjöf. Um er að ræða bækur úr eigu Guðmundar Hjartarsonar fyrrverandi seðlabankastjóra, en hann lést fyrir nokkrum árum og ánafnaði Safnahúsi bókasafni sínu. Þar er margt góðra bóka og er gjöfin því talsverður styrkur fyrir héraðsbókasafnið. Guðmundur var fæddur á Litla-fjalli í Borgarhreppi en fór til Reykjavíkur 25 ára gamall og bjó þar eftir það. Hann hélt þó alltaf miklu sambandi við Borgarfjörðinn og átti sterkar taugar þangað. Rausnargjöf Guðmundar er afar vel þegin og mun koma að góðum notum fyrir gesti bókasafnsins.
 

Share: