
Mörg störf þarf að vinna. Uppsetning skilta og fána og almennur undirbúningur vikuna fyrir mót, móttaka og upplýsingagjöf til keppenda og annarra gesta, aðstoð við íþróttakeppni, eftirlit á tjaldsvæði og umsjón með dagskrá fyrir yngstu börnin er meðal þess sem verður mannað sjálfboðaliðum. Allir sem vilja leggja hönd á plóg ættu að geta fundið verkefni við hæfi.
Áhugasamir hafi samband við Margréti, verkefnastjóra Unglingalandsmótsins, með því að senda póst á margret@umfi.iseða hringja í síma 699 3253. Takið fram ef þið hafið sérstakar óskir um verkefni.