Nokkrir hópar sjálfboðaliða hafa verið við störf í Borgarbyggð það sem af er sumri á vegum Umhverfisstofnunnar undir stjórn landvarðar. Unnið var í stígnum að Eldborg þar sem þrep voru löguð auk stiga og stíga. Hópurinn við Grábrók vann við að loka gömlum rofsvæðum með mosaígræðslu og laga stíga. Einnig var gerð tilraun til að endurheimta landslag við Grábrókargíg, með því að loka einum af gömlu stígunum í hlíð gígsins. Einnig vann sjálfboðaliðahópur ýmis viðhaldsstörf við Hraunfossa og Barnafoss.
Að lokum var hópur við vinnu upp á Kaldadal við að stöðva og uppræta lúpínu sem var á leiðinni niður með Geitá. Það voru u.þ.b. fjórar vikur sem sjálfboðaliðar Umhverfisstofnunar voru við störf í Borgarbyggð og greiddu innansveitar menn götu þeir í ýmsum málum og voru þeir mjög þakklátir fyrir greiðasemina.
Ljósmyndir: Ásta Kristín Davíðsdóttir