Sinueldarnir á Mýrum í Borgarbyggð

apríl 3, 2006
Fréttatilkynning frá bæjarstjórn Borgarbyggðar 3.apríl 2006
Þakkir til allra þeirra sem aðstoðuðu við
slökkvistarf á Mýrum í Borgarbyggð
Sinueldarnir á Mýrum í Borgarbyggð 30. mars til 1. apríl síðastliðinn eru með mestu hamförum sinnar tegundar á landinu í áratugi.
Með öflugri framgöngu og góðu samstarfi slökkviliða, lögreglu, ýmissa aðila sem buðu fram aðstoð sína og ekki síst íbúa í héraðinu tókst að ráða niðurlögum eldsins. Tíminn leiðir í ljós hvaða áhrif sinubruninn hefur á lífríki á svæðinu en mikilvægt er að hefja rannsóknir í þeim efnum sem fyrst. Hins vegar er að mikið lán að enginn hlaut skaða í átökunum við eldana og sem betur fer tókst að halda eignatjóni í lágmarki. Landsmenn eru dýrkeyptri reynslu ríkari og skynja væntanlega betur en áður mögulegar afleiðingar þess að sinueldur verði laus við hliðstæðar aðstæður og þarna sköpuðust.
Bæjarstjórn Borgarbyggðar þakkar öllum þeim sem komu að slökkvistarfi á Mýrum fyrir ósérhlífni og ómetanlega framgöngu.
 
 

Share: