Silungsveiði í héraði – opinn fundur

maí 7, 2007
Atvinnu- og markaðsnefnd Borgarbyggðar boðar til opins fundar um silungsveiði í héraði þriðjudaginn 8. maí kl. 20.00. Fundurinn verður haldinn á Hótel Hamri. Tilgangur fundarins er að kanna vilja og áhuga heimamanna á að auka möguleika á silungsveiði í héraði og um leið nýta betur þau hlunnindi sem í þeim eru fólgin.
Dagskrá:
1. Þór Þorsteinsson, formaður atvinnu- og markaðsnefndar opnar fundinn
2. Sigurður Már Einarsson, Veiðimálastofnun
3. Magnús Ólafsson, formaður silungsnefndar Landssambands veiðifélaga
4. Umræður
Fundarboðendur hvetja áhugafólk um silungs­veiði og landeigendur sem land eiga að silungs­vötnum til að mæta á fundinn.

Share: