Atvinnu- og markaðsnefnd Borgarbyggðar boðar til opins fundar um silungsveiði í héraði þriðjudaginn 8. maí kl. 20.00. Fundurinn verður haldinn á Hótel Hamri. Tilgangur fundarins er að kanna vilja og áhuga heimamanna á að auka möguleika á silungsveiði í héraði og um leið nýta betur þau hlunnindi sem í þeim eru fólgin.
Dagskrá:
1. Þór Þorsteinsson, formaður atvinnu- og markaðsnefndar opnar fundinn
2. Sigurður Már Einarsson, Veiðimálastofnun
3. Magnús Ólafsson, formaður silungsnefndar Landssambands veiðifélaga
4. Umræður
Fundarboðendur hvetja áhugafólk um silungsveiði og landeigendur sem land eiga að silungsvötnum til að mæta á fundinn.