Síðustu dagar fyrir jólafrí

desember 18, 2006
Nálægð jólanna setur mikinn svip á skólahald í grunnskólunum þessa dagana. Sem dæmi má nefna að nemendur Grunnskóla Borgarfjarðar á Hvanneyri flytja helgileik í Hvanneyrarkirkju í dag kl. 17.00 og litlu jólin þar eru haldin á miðvikudaginn. Í Laugargerðisskóla verða litlu jólin sama dag, en dagskráin hefst þar á morgunsöng kl.10:30. Síðan verða hefðbundin litlu jól klukkan 13:00. Skólastarfi Grunnskóla Borgarness lýkur einnig með litlu jólum á miðvikudeginum 20. desember, en í Varmalandsskóla eru stofujól á morgun og desembergleði á miðvikudaginn. Skólastarf hefst víðast aftur þann 4. janúar 2007.
 
 

Share: