Síðustu æfingar ársins

desember 29, 2009
Frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa:
Gleðilegt ár!
Nú fara síðustu æfingar ársins fram og þá er gjarnan létt yfir íþróttafólki og keppnisskapið víkur fyrir leikgleðinni þessa síðustu daga ársins.Það gerði það minnsta kosti hjá þessum kátu knattspyrnumönnum sem tóku í dag, sína síðustu æfingu á árinu í íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi.
Þarna eru margir reyndir knattspyrnujaxlar sem koma árlega saman rétt fyrir áramót og gleðjast í góðum leik.
Meðal þessara reyndu Skallagrímsmanna er svo atvinnumaðurinn og landsliðsmaðurinn snjalli Rúrik Gíslason ( með boltann) sem leikur með OB (Odense Boldklub) og stefnir á danska meistaratitillinn með þeim í vor. Hann er hér í árlegri jólaheimsókn hjá ættingjum sínum enda strákurinn Borgnesingur í föður- og móðurætt og margir hér sem fylgjast með velgengni hans í boltanum.
Sendi íþróttafólki og fjölmörgum gestum íþróttamiðstöðva óskir um gleðilegt heilsuræktarár 2010
 

Share: