Ungmennasamband Borgarfjarðar hefur skipulagt sjö kvöldgöngur í sumar og hafa þær verið vel sóttar. Sjöunda og síðasta kvöldganga Ungmennasambandsins í sumar verður í kvöld, fimmtudaginn 2. september. Gangan hefst kl. 19.30 og gengið verður upp Árdalsgil
Mæting við Árdal. Göngustjóri verður Pétur Jónsson.
Í tengslum við verkefnið Fjölskyldan á fjallið á eftir að fara tvær göngur til að ná í póstkassa og gestabækur upp á Varmalækjamúla og Þyril. Þær göngur verða auglýstar síðar.