Fyrir skömmu var sauðfjáreigendum sent bréf frá fjallskilanefnd Borgarbyggðar þar sem þeir voru beðnir að senda upplýsingar um heildarfjölda vetrarfóðraðs sauðfjár vorið 2014 til umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa fyrir 5. ágúst eins og einnig má sjá á frétt sem birtist fyrir skömmu á heimasíðunni http://www.borgarbyggd.is/frettir/nr/188812.
Í dag þann 5. ágúst hafa einungis borist upplýsingar frá 86 sauðfjáreigendum af 220 í Borgarbyggð. Þeir sem eiga eftir að senda inn upplýsingarnar eru beðnir um að senda þær nú í vikunni.