Sauðamessa tókst vel

október 13, 2004
Um síðustu helgi var haldin svokölluð Sauðamessa í Borgarnesi og voru það frumkvöðlarnir Gísli Einarsson og Bjarki Þorsteinsson sem framkvæmdu hugmynd sína svo eftir var tekið.
 
Hátíðin var vel auglýst og skilaði það sér í því að hingað komu á milli þrjú og fjögur þúsund manns á Sauðamessu þar sem sauðkindin var hafin til vegs og virðingar sem hún á sannarlega skilið. Ótrúlegur fjöldi fólks rak fjársafnið eftir aðalgötu bæjarins á meðan aðrir vörðu heimalönd sín í Borgarnesi.
 
 
 
Réttað var í Borgarnesrétt á Rauða torginu í gamla miðbænum og öflug skemmtidagskrá flutt á sviði við “Gamla mjólkursamlagið”.
Kynningar voru á afurðum sauðkindarinnar og elduð var kjötsúpa og fleiri réttir ofan í réttargesti og gangnamenn.
Farið var í “Sveitafitness” og fleira sér til gamans gert.
Fjölmenni kom á sýningar í Safnahúsi og Pakkhúsi og eftir réttir var svo stigin dans á þéttsetnum danshúsum bæjarins fram á nótt eftir frábæra hátíð.
Þið sem stóðuð að framkvæmdinni – Til hamingju !
Sauðamessa er vonandi komin til að vera !
 
i.jós. Sjá myndir undir meira…..
Tvær Gunnur við réttarvegginn
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Hundslappadrífa á sviði
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Á réttarveggnum í Borgarnesrétt
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Allir gestir fegnu kjötsúpu og grillað lamb að smakka
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Gísli og Bjartur í Sumarhúsum
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

Share: