Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti fjárheimildir fyrir árið 2019 og fjárhagsáætlun fyrir árin 2020 – 2022 á fundi sínum þann 13. desember.
Helstu niðurstöður fyrir fjárheimilda fyrir árið 2019 eru sem hér segir:
- Heildartekjur samstæðu A+B hluta á árinu 2019 eru áætlaðar 4.348 m.kr. Heildargjöld eru áætluð 4.082 m.kr. Heildartekjur í A-hluta eru áætlaðar 3.935 m.kr. og heildarútgjöld eru áætluð 3.711 m.kr. Þar af eru laun og launatengd gjöld A+B hluta 2.468 m.kr., annar rekstrarkostnaður 1.466 m.kr. og afskriftir 147 m.kr.
- Hrein fjármagnsgjöld samstæðu eru áætluð 121 m.kr. og 55 m.kr. hjá A-hluta. Það er lækkun um 6 m.kr. frá áætlun fyrra árs.
- Veltu fé frá rekstri fyrir A+B hluta er
- Rekstrarafgangur samstæðu A+B hluta er áætlaður 146 m.kr. en af A-hluta 169 m.kr.
- Skuldir og skuldbindingar samstæðu A+B hluta í árslok 2018 eru áætlaðar 4.729 m.kr. og 2.775 m.kr. í A-hluta. Munur á skuldum og skuldbindingum í samstæðu A+B hluta annarsvegar og í A-hluta hins vegar skýrist aðallega af skuldum vegna Hjálmakletts, en þar koma á móti leigutekjur að hluta vegna leigusamnings við Menntaskóla Borgarfjarðar og síðan vegna viðbyggingar við Hjúkrunarheimilið Brákarhlíð en þar koma á móti að fullu leigutekjur frá ríkinu vegna greiðslu afborgana og fjármagnskostnaðar.
- Eigið fé samstæðu A+B hluta er 3.302 m.kr. og A-hluta 3.320 m.kr.
- Í sjóðstreymisyfirliti er veltufé frá rekstri árið 2019 í samstæðu A+B hluta áætlað 420 m.kr. en 385 m.kr. ef einungis er litið til A-hluta.
- Fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum verða 835 m.kr. í samstæðuhluta en vegna breytinga á langtímakröfum verði fjárfestingarhreyfingar 805 m.kr.
- Afborganir langtímalána eru 238 m.kr. fyrir samstæðu A+B hluta en 190 m.kr. fyrir A-hluta.
- Áætlað er að taka langtímalán að fjárhæð 480 m.kr. á árinu. Áætlað er að í árslok 2019 verði handbært fé um 288 m.kr. hjá A+B hluta og 157 m.kr. hjá A-hluta.
- Veltufé frá rekstri í hlutfalli við tekjur verði 9,8% í A-hluta (385 m.kr.) og 9,7% í A+B hluta (420 m.kr).
Fjárhagsáætlun fyrir árin 2020 – 2022:
- Framlegð A+B hluta á tímabilinu verður öll árin um 390 m.kr.
- Veltufé frá rekstri verður á bilinu 420 – 455 m.kr. á ári sem eru nálægt 10% af tekjum.
- Veltufjárhlutfall verður 1,2-1,4 á tímabilinu.
- Skuldahlutfall A+B hluta lækkar í 95 % á tímabilinu og skuldaviðmið skv. reglugerð lækki í um 65% í lok árs 2022. Það gefur til kynna áframhaldandi stöðugleika í fjármálum sveitarfélagsins sem gerir því fært að vinna áfram að bættu umhverfi fyrir íbúa þess.
- Árið 2020 verður lántaka 200 m. kr. og afborganir skulda 259 m.kr. Árið 2021 verður lántaka 100 m.kr. og afborgarnir skulda 282 m.kr. og að lokum árið 2022 verður lántaka 0 kr. og afborganir skulda 286 m.kr.
- Stærstu framkvæmdir sveitarfélagsins eru viðbygging og endurbætur við grunnskólann í Borgarnesi, bygging leikskólans Hnoðrabóls á Kleppjárnsreykjum og endurbætur á húsnæði grunnskólans þar og að lokum lagning ljósleiðara um dreifbýli Borgarbyggðar . Áætlað er að þessum framkvæmdum verði að fullu lokið á árinu 2021.