Landnámssetur og Safnahús Borgarfjarðar efna til samstarfs um fimmtudagskvöldvökur í nóvember og desember. Upplýsingar um fyrstu kvöldvökuna verður að finna á www.landnamssetur.is og á www.safnahus.is. Einnig hefur Landnámssetur tekið að sér milligöngu um að opna sýningu Safnahússins um Pourqoui Pas? utan auglýsts opnunartíma Safnahússins.
Á miðvikudagskvöldið næstkomandi, þann 1. nóvember, verður opið hús í Landnámssetri þar sem vetrarstarfið verður kynnt og ný gjafa- og minjagripaverslun opnuð. Einnig verða ýmis skemmtiatriði, s.s. tískusýning, kórsöngur, lestur í rúnaspil og fleira.
Síðasta sýning ársins á Mr. Skallagrímsson var í síðustu viku. Leikritið var frumsýnt við opnun Landnámsseturs í maí og eru sýningar nú orðnar 79 talsins. Þær hefjast að nýju 12. apríl og eru bókanir þegar farnar að berast.