Nú í byrjun maí fer af stað samstarfsverkefnið Lýðheilsugöngur milli Heilsueflandi samfélags Borgarbyggðar og nýstofnaðs Ferðafélags Borgarfjarðarhérðas. Leitast verður við að hafa göngurnar á færi sem flestra og gengið á mismunandi stöðum í sveitarfélaginu. Göngurnar verða í boði alla miðvikudaga í maí kl: 18:00 og taka um eina og hálfa klukkustund. Frítt er í allar göngurnar.
Fyrsta gangan verður 5. maí þar sem stefnan er tekin á Seleyri. Upphafsstaður göngu er við bílastæði gengt Borgarfjarðarbraut. Gengið verður í gegnum Hafnarskóg og til baka eftir ströndinni að Seyleyri. Síðari göngur verða auglýstar með vikufyrirvara. Allar göngur verða leiddar af stjórnarmönnum í FFB.
Samkvæmt gildandi sóttvarnarreglum miðast fjöldi þátttakenda við 50 manns. Því þurfa þátttakendur að skrá sig með því að senda tölvupóst til Ferðafélagsins í netfangið: ffb@ffb.is. Ferðafélag Borgarfjarðarhéraðs fylgir sóttvarnarreglum og leiðbeiningum sem gilda í samfélaginu hverju sinni vegna Covid-19.
Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð í göngunum og eru hvattir til að sýna aðgát og tillitssemi í umgengni við aðra.