Samstarf Öldunnar og Klettaborgar

nóvember 8, 2017
Featured image for “Samstarf Öldunnar og Klettaborgar”

Leikskólinn Klettaborg og Aldan – verndaður vinnustaður, hafa tekið höndum saman um að styðja við átakið Burðarplastpokalaus Borgarbyggð.

Samstarfið felst í að Aldan saumaði 70 taupoka sem verða nýttir undir föt sem óhreinkast í leikskólanum og taka þarf með heim. Foreldrar og börn þurfa svo að skila pokunum aftur til baka í leikskólann eftir notkun og minnka þannig notkun á plastpokum.

Myndin er frá afhendingu pokanna, en það var Ölver Þráinn Bjarnason og Guðrún Kristinsdóttir sem afhentu Steinunni Baldursdóttur leikskólastjóra Klettaborgar pokana í vikunni.

 


Share: