Faglegt leikskólastarf er sá kostur sem þykir eftirsóknarverðastur fyrir börn og foreldra eftir að fæðingarorlofi lýkur. Byggðarráð samþykkti á fundi sínum 18. maí sl. að þróa leikskólastarf í Borgarbyggð á þann veg að allt að 9 mánaða ungum börnum bjóðist leikskóladvöl að loknu fæðingarorlofi. Þetta fyrirkomulag stendur yfir frá hausti 2017 í 12 mánuði til reynslu. Var fjallað um málið í fréttum Ríkissjónvarpsins þann 7. nóvember, sjá:
http://www.ruv.is/sarpurinn/klippa/leikskolaplass-fyrir-9-manada