Til notenda/aðstandenda notenda þjónustu við fólk með fötlun í Borgarbyggð
Í framhaldi af samráðsfundi Velferðarnefndar Borgarbyggðar með notendum þjónustu við fólk með fötlun, sem haldinn var vorið 2014, var skipaður vinnuhópur til að gera tillögu að stefnumótun Borgarbyggðar í þessari þjónustu.
Starfshópurinn var skipaður haustið 2014 og lauk störfum um síðustu áramót. Skýrslu hópsins má nálgast á heimasíðu Borgarbyggðar undir félagsþjónusta – þjónusta við fatlaða.
Velferðarnefnd Borgarbyggðar boðar á ný til samráðsfundar um þjónustu við fólk með fötlun.
Fundurinn verður haldinn FIMMTUDAGINN 26. MARS 2015, kl. 16:00, – í salnum uppi á Borgarbraut 65a (háa blokkin bak við Heilsugæsluna)
Efni fundarins er:
1. Kynning á niðurstöðum starfshóps um stefnumótun og tillögur að framkvæmdum í málaflokknum næstu ár.
2. Almennar umræður.
Þeir sem nota þjónustuna vita best hvað betur má fara og eru notendur og foreldrar og aðrir aðstandendur sérstaklega hvattir til að mæta, en fundurinn er öllum opinn.
Borgarnesi 17. mars 2015
Velferðarnefnd Borgarbyggðar