Í síðustu viku skrifuðu fulltrúar fjarskiptasjóðs og sveitarfélaga undir 24 samninga um styrki fjarskiptasjóðs vegna ljósleiðaravæðingar sveitarfélaga í tengslum við landsátakið Ísland ljóstengt. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, staðfesti samningana með undirskrift sinni og fór athöfnin fram í ráðuneytinu.
Samtals fá sveitarfélögin 24 styrki að upphæð 450 milljónir króna og fá þau á bilinu 2 til 74 milljónir króna hvert. Auk styrkjanna frá fjarskiptasjóði leggja íbúar og sveitarfélög að lágmarki 350.000 kr. af mörkum vegna hverrar tengingar en þörf er á töluvert hærra framlagi heimamanna í mörgum tilvikum. Í tilfellum þar sem sveitarfélag ætlar ekki að eiga og reka eigið kerfi greiða fjarskiptafyrirtæki fyrir það að eignast slík kerfi eða reka fyrir hönd sveitarfélagsins.
Einnig skrifaði ráðherra undir samninga við 15 sveitarfélög um sérstaka byggðarstyrki á billinu ein til 15 milljónir króna í tengslum við landsátakið Ísland ljóstengt. Borgarbyggð fékk 15.100.000 kr. í byggðastyrk og 33.151.00 kr. í samkeppnisstyrk eða 48.251.000 samtals.