Samkomulag um meirihlutasamstarf

febrúar 17, 2016
Sveitarstjórnarfulltrúar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks í sveitarstjórn Borgarbyggðar hafa sent frá sér svohljóðandi fréttatilkynningu:
 
Fulltrúar Samfylkingingar og Sjálfstæðisflokks í sveitarstjórn Borgarbyggðar hafa komið sér saman um meirihlutasamstarf í sveitarstjórn. Viðræður hafa staðið frá því slitnaði uppúr fyrrverandi meirihlutasamstarfi í sveitarstjórninni s.l. fimmtudag. Frá þeim tíma hafa átt sér stað þreifingar sem hafa skilað þeiri niðurstöðu að kjörnir fulltrúar fyrrgreindra framboða hafa komið sér saman um metnaðarfullan samstarfssáttmála sem unnið verði út frá það sem eftir lifir kjörtímabils. Stefnt er að sveitarstórnarfundi föstudaginn 19. febrúar n.k. og þar verður samstarfssáttmálinn kynntur auk þess sem að kosið verður í embætti.
Nánari upplýsingar veita Magnús Smári Snorrason f.h. Samfylkingar í síma 843-9806 og Björn Bjarki Þorsteinsson f.h. Sjálfstæðisflokks í síma 660-8245
 
 

Share: