Byggðarráð Borgarbyggðar ákvað á fundi sínum þann 2. janúar síðastliðinn að fela Umhverfis- og skipulagssviði að ganga til samninga við HSS verktak ehf. um snjómokstur og hálkuvarnir í Borgarnesi. Í desember var gerð verðkönnun meðal nokkurra verktaka og voru tilboð þeirra opnuð þann 27. desember að viðstöddum þeim verktökum sem það kusu. Sjö tilboð bárust, það hæsta hljóðaði upp á kr. 5.882.000 en tilboð HSS verktaks ehf. var kr. 2.349.238.-