Samið um vinnu við aðalskipulag

júní 6, 2007
Borgarbyggð hefur undirritað verksamningur við Landlínur vegna aðalskipulagsvinnu fyrir allt landsvæði Borgarbyggðar. Það voru Páll Brynjarsson, sveitarstjóri og Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, framkvæmdastjóri Landlína sem undirrituð samninginn mánudaginn 4. júní. Verkefnið var boðið út á sínum tíma og áttu Landlínur lægsta tilboðið af fjórum aðilum er buðu í verkið. Markmið skipulagsvinnunnar er að móta stefnu um uppbyggingu sveitarfélagsins, með tilliti til þarfa dreifbýlis, jafnt og þéttbýlis. Verkefnið felst m.a í því að unnin verði greinargerð og skipulagskort með skýrri stefnumörkun allra landnotkunarflokka, auk þess verða umhverfisáhrif skipulagsáætlunarinnar metin.
Stefnt er að verki ljúki á árinu 2008. Í júníbyrjun hóf nýr starfsmaður, Sigurjón Einarsson, hefja störf á framkvæmdasviði Borgarbyggðar. Honum er ætlað að halda utan um skipulagsmál og samskipti sveitarfélagsins við Landlínur. Sigurjón er með próf í skipulagsfræðum og er að ljúka námi í landslagsarkitektúr.
Ljósmyndina tók Hólmfríður Sveinsdóttir.
 

Share: