Samið um áhaldahúsvinnu

janúar 29, 2007

Samið hefur verið við H.S. verktak um áhaldahúsvinnu í Borgarnesi, að undangengnu útboði sem auglýst var á vegum framkvæmdasviðs Borgarbyggðar.
 
Tilboð voru opnuð þann 16. janúar sl. og bárust frá eftirtöldum:
 
H.S. Verktak, Borgarbraut 52, 310 Borgarnes.
Samtals: 12.439.635 kr.
Tilboðið var 78,6 % af kostnaðaráætlun.
 
Íslenska Gámafélagið ehf, Gufunesvegi, 112 Reykjavík.
Samtals: 14.395.482 kr.
Tilboðið var 90,9 % af kostnaðaráætlun.
 
Borgarverk ehf, Sólbakka 17 – 19, 310 Borgarnes.
Samtals: 22.500.000 kr.
Tilboðið var 142,2 % af kostnaðaráætlun.
 
Kostnaðaráætlun framkvæmdasviðs var kr. 15.822.770,-

Á 22. fundi byggðaráðs þann 17. janúar sl. var samþykkt að ganga til samninga við H.S. verktak á grundvelli tilboðsins. Útboðssamningurinn er til fjögurra ára og gildir því til lok árs 2010. H.S. verktak hefur þegar hafið störf skv. samningnum. Hann felur í sér ýmis verkefni á áhaldahússviði og sem dæmi má nefna grasslátt á opnum svæðum, snjómokstur og hálkuvörn gatna og gönguleiða, viðhald gatna, gangstétta og gönguleiða s.s. holuviðgerðir, sópun, merkingar osfrv. Einnig ýmis tilfallandi verkefni.
 
Ef íbúar þurfa að koma á framfæri upplýsingum eða ábendingum má hafa samband við Jökul í síma 433-7300 eða á netfangið jokull@borgarbyggd.is en einnig má hafa beint samband við verktakann, Halldór Sigurðsson í síma 892-3044.
 
Fyrirkomulag varðandi áhaldahúsverk á öðrum svæðum í sveitarfélaginu er í vinnslu hjá framkvæmdasviði.
 
Jökull Helgason
Verkefnisstjóri framkvæmdasviðs



Share: