Sameiningarkosningar

apríl 25, 2005
Úrslit sameiningarkosninganna sem fram fóru 23. apríl s.l. í 5 sveitarfélögum norðan Skarðsheiðar voru þau að íbúar allra sveitarfélaganna nema Skorradalshrepps samþykktu tillögu sameiningarnefndar um sameiningu Borgarbyggðar, Borgarfjarðarsveitar, Hvítársíðuhrepps, Kolbeinsstaðahrepps og Skorradalshrepps.
 
Niðurstöður í hverju sveitarfélagi fyrir sig voru þessar:
Borgarbyggð:
Atkvæði greiddu 770 af 1836 á kjörskrá sem er 42% kjörsókn.
Já sögðu 663 sem er 86,2%
Nei sögðu 94 sem er 12,2%
Auðir seðlar voru 13 sem er 1,6%
 
 
Borgarfjarðarsveit:
Atkvæði greiddu 294 af 473 á kjörskrá sem er 62,2% kjörsókn
Já sögðu 164 sem er 55,8%
Nei sögðu 121 sem er 41,2%
Auðir og ógildir voru 9 sem 3,0%
 
 
Hvítársíðuhreppur:
Atkvæði greiddu 39 af 50 á kjörskrá sem er 78% kjörsókn
Já sögðu 22 sem er 56,4%
Nei sögðu 16 sem er 41,0%
Auður seðill var 1 sem er 2,6%
 
Kolbeinsstaðahreppur:
Atkvæði greiddu 67 af 71 á kjörskrá sem er 94,4% kjörsókn
Já sögðu 35 sem er 52,2%
Nei sögðu 32 sem er 47,8%
 
Skorradalshreppur:
Atkvæði greiddu 45 af 49 á kjörskrá sem er 91,8% körsókn.
Já sögðu 17 sem er 37,8%
Nei sögðu 28 sem er 62,2%.
 
 

Share: