Sameiginleg æfing slökkviliðs

september 3, 2018

Laugardaginn 1. sept var haldinn sameiginleg æfing hjá öllum slökkviliðsstöðvum í Borgarbyggð. Byrjaði æfingin kl 09:30 á fyrirlestrum og ýmsum fróðleik og fór fram í salnum hjá Fornbílafjelagi Borgarfjarðar
Þar komu Jón Pétursson og Eggert S. Guðmundsson slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn frá slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins og héldu fyrirlestra ásamt Heiðari Erni frá Brunarvörnum Árnessýslu sem er nú gamall félagi, einnig kom Sigurður Jónason varðstjóri í lögreglunni á Vesturlandi og kennari í lögregluskólanum.
Eggert byrjaði samakomuna á að halda fyrirlestur um flugslys og hvernig eigi að bera sig að við hina ýmsu vinnu í kringum það, Jón Pétursson kom svo með grunnatriði og almennan fróðleik um eðli elds og öryggi manna á brunastað. Sigurður var svo með AMF örnámskeið eða hvernig á hegða sér í forgangsakstri
Eftir matarhlé var haldið í Betubæ þar sem fram fór reykköfunaræfing undir handleiðslu Heiðars, inni í Betubæ voru þrír sem þurfti að bjarga út og voru fegnir leikarar í það… brúðurnar fengu frí þennan daginn.
Að lokum var svo endað á því að taka smá klippuæfingu en tíminn var farinn að verða mjög knappur þannig að það verður æft betur síðar.


Share: