Borgarbyggð auglýsir laust til umsóknar starf sálfræðings á fjölskyldusviði. Starfshlutfall er 100% og mikilvægt er að viðkomandi geti hafið störf í júní nk.
Helstu verkefni eru þjónusta við börn og fjölskyldur, barnaverndarmál, þjónusta við fatlaða og önnur tilfallandi verkefni á sviði velferðarmála.
Gerð er krafa um háskólapróf í sálfræði, hæfni í þverfaglegu samstarfi, færni í mannlegum samskiptum sem og frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
Upplýsingar veitir Aldís Arna Tryggvadóttir í síma 433 7100.
Umsóknarfrestur er til og með 9. apríl. Umsækjendur eru beðnir um að skila inn umsóknum á netfangið aldisarna@borgarbyggd.is. Með umsókn þarf að fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni í starfið.