Skólaþjónusta Borgarbyggðar auglýsir lausa til umsóknar stöðu sálfræðings. Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi með brennandi áhuga á starfsemi skóla.
Í Borgarbyggð búa rúmlega 3.800 íbúar, þar af um 750 börn í fimm leikskólum og tveimur grunnskólum. Í sveitarfélaginu er meðal annars unnið að styrkingu heildstæðrar nærþjónustu við börn, foreldra og skóla. Lögð er áhersla á snemmtæka íhlutun, samstarf fagsviða og stofnana, svo sem um þróun úrræða fyrir börn og foreldra.
Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:
- Ráðgjöf til skóla vegna skólagöngu barna og ungmenna
- Athuganir og greiningar
- Ráðgjöf, leiðbeiningar og fræðsla til foreldra
- Þverfaglegt samstarf um málefni barna í leik- og grunnskólum
Menntunar og hæfniskröfur:
- Sálfræðimenntun og löggilding vegna starfsheitis
- Reynsla af starfi með börnum
- Góðir skipulagshæfileikar
- Hæfni í mannlegum samskiptum
Upplýsingar og móttaka umsókna er hjá Önnu Magneu Hreinsdóttur sviðsstjóra fjölskyldusviðs í síma 840-1522 og á netfanginu annamagnea@borgarbyggd.is
Umsóknarfrestur er til 7. október 2019.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.