Sagt frá Guðrúnu frá Lundi

janúar 8, 2019
Featured image for “Sagt frá Guðrúnu frá Lundi”

Marín Guðrún Hrafnsdóttir flytur erindi um Guðrúnu frá Lundi í Safnahúsinu fimmtudaginn 10. janúar n.k. kl. 19.30. Marín Guðrún er bókmenntafræðingur og langömmubarn skáldkonunnar. Hún hefur víða haldið fyrirlestra og námskeið þar sem hún segir sögu Guðrúnar sem er um margt ævintýraleg.  Þess má geta að Marín Guðrún er einnig höfundur farandsýningarinnar Kona á skjön, sem er um ævi og störf Guðrúnar. Samstarfskona hennar um það verkefni er Kristín S. Einarsdóttir sem er frá Lundi í Lundarreykjadal. 

Guðrún frá Lundi nýtur enn fádæma vinsælda og í erindi sínu um ævi og störf skáldkonunnar fer Marín yfir hvað skýrir þessar miklu og endurteknu vinsældir öðru fremur og hvað það er í verkum hennar sem höfðar til lesenda í dag. Einnig verður fjallað um persónusögu Guðrúnar og togstreituna á milli þess að búa við neikvæðar viðtökur og þess að vera metsöluhöfundur.  Fyrirlesturinn hefst eins og áður sagði kl. 19.30 fimmtudagskvöldið 10. janúar og tekur um klukkutíma í flutningi. Að honum loknum verður spjallað og heitt verður á könnunni. Borgarbyggð býður fjölbreytt framboð menningarviðburða á nýbyrjuðu ári í gegnum starfsemi Safnahúss. Sjá nánar með því að smella hér.     –   http://safnahus.is/vidburdir-2019/


Share: