Rúmlega 50 krakkar lásu um 300 bækur

ágúst 26, 2014
Þessar þrjár stúlkur voru meðal þeirra sem tóku þátt í sumarlestrarátaki Safnahúss Borgarfjarðar í ár, en alls tóku 53 börn þátt að þessu sinni og er það nýtt héraðsmet. Bækurnar sem þessir duglegu krakkar lásu voru um 300, hvorki meira né minna. Þetta er sjöunda árið sem Héraðsbókasafn Borgarfjarðar í Safnahúsi efnir til sumarlesturs fyrir börn á aldrinum 6-12 ára. Markmiðið er að krakkarnir viðhaldi og þjálfi þá lestrarleikni sem þeir hafa tileinkað sér í skólunum yfir veturinn.Sumarlesturinn hefur notið mikilla vinsælda. Verkefnið er þátttakendum að kostnaðarlausu en sumarlestrinum lýkur formlega með uppskeruhátíð í lok sumars þar sem krakkarnir mæta í Safnahús til leiks og skemmtunar og þiggja viðurkenningar og hressingu. Viðurkenningar eru veittar, dregið í happdrætti, boðið uppá veitingar og farið í leiki.
Myndina tók Guðrún Jónsdóttir.
 
 

Share: