Rokk í Reykholti

júlí 11, 2022
Featured image for “Rokk í Reykholti”

Þann 16. júlí nk. verða tónleikar í Reykholtskirkju undir yfirskriftinni Rokk í Reykholti. Um er að ræða Borgfirsk unglingahljómsveit sem starfaði í sveitarfélaginu og nærsveitum á árunum 1988 til 1991. Hljómsveitin tók tvívegis þátt í Músíktilraunum, árið 1990 og 1991. Auk þess gaf sveitin út eina kasettu. 

Stofnmeðlimir sveitarinnar voru þau Gísli Magnússon, Símon Ólafsson, Guðmundur Svanberg Sveinsson og Óskar Víekkó. Síðar léku með Guðveig Eyglóardóttir, Halldóra Björk Friðjónsdóttir og Þórður Magnússon.

Tónleikarnir hefjast kl. 16:00 og er miðaverðið er 3.000 krónur.


Share: