Ríó Tríóið í Logalandi

október 20, 2010
Hin síunga og hressa hljómsveit Ríó Tríó verður með tónleika í Logalandi fimmtudaginn 21. október. Ríó Tríóið skipa sem kunnugt er þeir Helgi Pétursson, Ágúst Atlason og Ólafur Þórðarson en Björn Thoroddsen hefur einnig spilað með þeim að undanförnu og verður með í Logalandi. Þetta er í fyrsta sinn sem þeir spila í Logalandi og í fyrsta sinn í tugi ára sem Ríó Tríóið spilar á Vesturlandi. Tónleikarnir hefjast kl. 21.00
 

Share: