Réttað var í Grímsstaðarétt í gær í rigningu og bleytu eins og sjá má á meðfylgjandi mynd sem Ingibjörg Hargrave tók af Sigurjóni á Valbjarnarvöllum, fyrrum dreifbýlisfulltrúa Borgarbyggðar, á spjalli við Ásgerði á Arnarstapa. Ásgerður er réttarstjóri í Grímsstaðarétt og hlýðir hér á góð ráð eða litla skemmtisögu frá Sigurjóni. Í dag er réttað í Oddsstaðarétt í Lundarreykjadal.